Líkamsrækt fyrir konur
Fjölbreytt, skemmtilegt og fyrir allar konur.
Kvennastyrkur er líkamsræktarstöð í hjarta Hafnarfjarðar, fyrir allar konur, á Strandgötu 33. Við bjóðum hvetjandi, faglega og vandaða þjálfun, fjölbreytta einstaklingsmiðaða hópatíma og vel útbúna rækt. Handklæði eru til afnota og allt það helsta eins og tíðarvörur, eyrnapinnar, hárþurrkur, sléttujárn til staðar í frábæra klefanum okkar.
Við í Kvennastyrk hvetjum þig til að hreyfa þig eftir eigin getu, hafa ánægju af og öðlast aukið heilbrigði.
Mömmustyrkur
Lagt er upp með að kenna rétta líkamsbeitingu í æfingum og kenna konum á þær breytingar sem hafa átt sér stað á meðgöngunni og eftir fæðingu. Fjölbreyttir og skemmtilegir tímar þar sem sérstök áhersla er lögð á að kenna grindarbotnsæfingar og að nýta sér grindarbotnsvöðva og djúpvöðva kviðs í æfingum.
Upplifun iðkenda Kvennastyrks
Myndir frá stöðinni




Okkar nálgun
Þjálfun
Við erum hér fyrir ykkur. Við aðlögum allar æfingar að eftir þörfum að hverri og einni svo hér geti byrjendur sem og lengra komnar á öllum aldri æft hlið við hlið á sínum eigin forsendum.
Virðing
Við berum virðingu fyrir hvor annarri. Við eigum allar okkar sögu og ástæður fyrir því hvernig við erum í dag. Við vitum að það er engin ein leið sú rétta og við tökum okkur eins og við erum. Við birtum ekki myndir án samþykkis nema að gera þær mjög óskýrar þar sem við virðum einkalíf okkar iðkenda.
Metnaður
Við leggjum okkur fram við að veita frábæra þjónustu og fagmennsku. Ræktaraðstaðan er afar góð, æfingar í hópatímum fjölbreyttar og í skiptiklefa eru handklæði til afnota og allt það helsta til að gera upplifun þína sem allra besta. Við erum hér fyrir okkar iðkendur.
Samheldni
Við erum ein heild. Það er engin fremri en önnur og allar vinna á sínum hraða. Við gerum okkar besta miðað við aðstæður og dagsform og er samheldni sem skapar ómetanlega orku í Kvennastyrk.
Opnunartímar

Opnunartími iðkenda
Virkir dagar 6.30-21.00
Laugardagar 8.30-18.00
Sunnudagar 8.30-18.00
Iðkendur hafa aðgang að stöðinni á opnunartíma með hurðarappi.
Hurðin er alltaf opin til klukkan 13 virka daga og nokkru áður en tímar hefjast.
Svo er velkomið að hafa samband við okkur ef þú vilt kíkja í heimsókn á öðrum tímum.