CBB Styrkur
Hefst 7. janúar!
CBB stendur fyrir „core, back and butt“ (kviður, bak og rass).
4 vikna lokað námskeið (7.-31. janúar - 8 skipti)
Kennt á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 10:10-11:00.
Um námskeiðið
Frábærir lokaðir tímar sem móta og tóna línur líkamans.
CBB-Styrkur er 50 mín styrktar- og brunatími sem endar alltaf á teygjum eða rúllum.
Í tímunum er lögð áhersla á að styrkja og móta rass- og lærvöðva á árangursríkan hátt og að þétta og tóna bak og kvið. Gólfæfingar með eigin líkamsþyngd, lóðum, ketilbjöllum, miniböndum eða lóðarplötum. Inn á milli styrktaræfinga eru teknar hraðar æfingar sem fá hjartað til að slá og svitann til að spretta.
Námskeiðið hentar öllum.
Ef þú vilt stinnari rass- og læri, þéttari kvið og tónað bak þá er CBB-Styrkur fyrir þig!
Þjálfari: Petra Baumruk
Kynningartilboð
19.900 eingöngu CBB
24.900 með aðgangi í alla opna tíma og rækt