top of page
Writer's pictureKvennastyrksteymið

Að keyra sig í gang


Nú þegar liðið er vel á haustið berjast margar hverjar við að halda sér í ræktarrútínunni. Morgnanir verða þyngri og veðrið seinnipartinn öskrar á sófakúr. Við sleppum kannski einum tíma því við nennum ekki, sleppum næsta tíma því við slepptum hvort eð er þeim síðasta og fyrr en varir erum við komnar í vítahring nennuleysis.

 

Við að koma sér í gang aftur í ræktinni er það allrabest að taka dag fyrir dag. Setja sér markmið að mæta tvisvar í viku til að byrja með og ná því (aftur) inn í rútínuna. Ef svo bætist við þriðja skiptið þessa viku þá er það bónusskipti.

Við hrósum okkur sjálfum fyrir að koma okkur af stað og mæta en við berjum okkur ekki niður ef við komumst ekki. Á morgun kemur nýr dagur með nýjum tækifærum.

 

Við gleymum því stundum að með því að gefa okkur smá stund til að keyra okkur í gang og mæta í ræktinni erum við betur í stakk búnar til að takast á við allt hitt. Við búum til aukaorku með hreyfingu og við aukum gleðina í líkamanum með því að hreyfa okkur.

 

Aldrei hefur maður gengið út úr ræktinni og hugsað - æ ég vildi að ég hefði ekki gefið mér þessa stund!

 

Mundu: Einn dag í einu, ein stund í einu og á morgun kemur nýr dagur og ný tækifæri til að rústa saman!

 

xoxo

22 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page