top of page
Writer's pictureKvennastyrksteymið

JólaStressið

Nú þegar er farið að heyrast setningin „ertu búin að græja allt fyrir jólin?“. Fyrir sumar er þetta bara léttefni enda búnar að plana allt eða eru slakar frá náttúrunnar hendi. Fyrir aðrar er þetta svolítið stressandi og jólin ekki mikið meira en tími stressins og plana.


Við mælum með því fyrir allar að draga andann djúpt, hvort sem þú ert byrjuð, búin eða ekki einu sinni farin að huga að hátíðunum. Við höfum allar okkar gang á þessu.


Hvort sem þú ert ein af þeim sem elskar ekkert endilega jólin eða ein sem elskar þau af öllu hjarta, mælum við með því að staldra aðeins við. Gamli bærinn í Hafnarfirði er til dæmis dásamlegur að ganga um þessa dagana, það eru sprottin upp jólaljós út um allt og ef þú smellir notalegri tónlist (jólatónlist er eiginlega samt bönnuð fram yfir mánaðarmót) er yndislegt að rölta um og drekka í sig stemninguna.


Ekki láta stressið hlaupa með þig í gönur. Þegar þú mætir á æfingu (já þegar en ekki ef) skilurðu allt hitt dótið eftir fyrir utan og nýtur þess að púla. Njóttu þess að vera og rölta út úr húsi vel endurnærð á sál og líkama.


Aðventan er til þess að njóta - það gerist ekki baun þó þú sért ekki búin með allt þremur vikum fyrir jól. Allt má bíða þangað til að þú ert í stuði. Og þó þú klárir svo bara alls ekki allt sem vinkonan kláraði fyrir jól - þá koma jólin bara samt.


Njótið!


xoxo

4 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page