top of page
Writer's pictureKvennastyrksteymið

Loksins kom nýtt ár

Eftir hátíðarnar fagna margar að loksins sé komið nýtt ár, þá má fara að leggja konfektið til hliðar, skólarnir byrja aftur og lífið smellur í sína venjulegu rútínu.

Við erum vonandi flestar búnar að læra að sleppa þessum vonlausu nýársheitum en það er þó heilbrigt að setja sér markmið. Huga að hvað fór vel á árinu og hvað mætti betur fara.

Mætti ég vera duglegri að mæta í ræktina og hvernig get ég komið því að í tímatöflunni minni? Mætti ég borða hollar og hvernig get ég komið því að á matseðli heimilisins? Mætti ég kannski fara í fleiri göngutúra, huga betur að sjálfri mér, njóta betur þess sem ég hef, fara í fleiri heimsóknir, hringja oftar í vinkonur mínar .... og svo framvegis.

Já listinn er ansi langur um hvað maður hefði ef til vill átt að vera duglegri að gera en ekki örvænta, þú þarft ekki að gera þetta allt. Það er stund og staður fyrir allt saman. Byrjaðu smátt að huga að því sem þú vilt öllu helst ná og bættu svo rólega inn því sem er nauðsynlegt fyrir þig. Ekki aðra. Flestar okkur hafa ekki tíma í lífinu til að huga að öllu, það væri heldur ekkert skemmtilegt að geta allt. Við getum það sem við viljum geta og höfum tíma fyrir það sem við virkilega viljum hafa í forgangi.

Þegar þú mætir í reglubundna hreyfingu þá bætir þú andlegan líðan jafnt sem líkamlega, þú hjálpar beinunum, æðunum, heilanum og öllu hinu. Þú færð auka orku og sefur betur. Það ætti að vera í forgangi að ná þinni stund í að hreyfa þig. Vonandi verður það stærsta markmiðið þitt þetta árið. Að hafa þig í forgangi og hreyfa þig - fyrir þig sjálfa, fjölskylduna, vinina og alla aðra í kringum þig.

Leyfðu okkur að hjálpa þér. Við erum til staðar fyrir þig!

xoxo

7 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page