top of page
Writer's pictureKvennastyrksteymið

Lífið í lægðum



Lægðunum fjölgar og lífið heldur áfram sínum vanagangi. Oft á tíðum fylgir veðurlægðum smá lægð í okkar eigin höfði. Við þurfum að vanda okkur við að tapa ekki gleðinni. Við mætum og hreyfum okkur til að halda gleðihormóninu við, finnum hjartað pumpa og fáum aukna orku.

Við þurfum nýta orkuna vel til að auka orkuna. Við vinnum í því saman að það sé gaman að nýta orkuna, reynum að hafa dagana fjölbreytta og nýta vel æfingarnar sem við mætum á. Við vinnum á okkar eigin hraða á hverjum degi miðað við orku dagsins og stundum þurfum við að hægja á okkur.

Við þurfum að hlusta á líkamann og stundum er hann bara ekki til í átök í ræktinni og þá þurfum við að muna að hlusta og hlýða. Stundum er hann einmitt til í átök og þá getum við gefið hressilega í og pumpað járnið eins og enginn sé morgundagurinn.

Rústum þessum lægðum með því að gera þetta saman og gera það vel.

xoxo

16 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page