top of page
Writer's pictureKvennastyrksteymið

Strengjum þessi heit ... eða hvað?

Vonandi eru flestar komnar frá því að strengja einhver agaleg nýársheit sem innihéldu yfirleitt nýtt og betra líf með allskonar loforðum um að hætta öllu.

 

Vonandi erum við komnar þangað að huga frekar að árinu sem leið, fara aðeins yfir það sem hefði betur mátt fara og huga að því hvernig við ætlum að gera þetta á nýju ári. Við viljum halda inni hreyfingu, eða byrja aftur eftir hlé en við viljum ekki byrja á því að mæta sjö sinnum í viku eftir nokkurt hlé, því þá springum við á limminu og hættum alveg að mæta. Betra er að setja sér hófleg markmið eins og að mæta alltaf tvisvar í viku og ef þið náið þrisvar þá er þriðja skiptið bónus, svo smá saman má fjölga skiptunum þegar hreyfing er komin inn í rútínuna (aftur).

 

Betra er að setja sér hófleg markmið á öllum vígstöðum því í öllum tilvikum springur maður ef um öfgar er að ræða. Með reglubundinni hreyfingu þá eykur maður orkuna, bætir hugarástand og eflir lífskjarnann. Þegar maður svo dettur út úr rútínu sem vill oft gerast í kringum jólin útaf allskonar getur verið erfitt að koma sér tilbaka en þá er tilvalið að nota nýja árið sem sparkið í rassinn sem maður þurfti. Sparkið sem þurfti til að mæta í fyrsta skipti aftur - og þá er stóra skrefið tekið. Svo er bara að mæta í annað skipti og það þriðja, þá ertu komin aftur.

 

Við hvetjum ykkur til að gera ykkar besta á hverjum degi án kvaða og ofsareglna. Við hvetjum ykkur til að reyna á ykkur, gefa rólega aðeins meira í og við hvetjum ykkur til reyna á hug og líkama.

 

Við erum hér fyrir ykkur - alla daga!


xoxo

2 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page